Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, desember 11, 2005

Miss ROWLD

Eða eitthvað. Við (öll íslenzka þjóðin að sjálfssögðu) erum búin að "eignast" nýja fallegustu konu í heimi. Já. Þjóðarstoltið og aulahrollurinn tröllríður samfélaginu í dag og í gær eftir að Unnur Birna var kosin Miss Eitthvað. Þetta eru orðnar svo margar keppnir.... miss world, miss universe, miss earth, miss þetta, miss hitt að maður er orðinn kengruglaður í þessu öllu saman enda skiptir það ekki máli þar sem að það eru einungis selected few sem actually hafa gaman að þessu.

Fannst þó fyndið að ég sá smá hluta af þessari keppni í gær. Var í námspásu og kveikti á imbanum. Þá var verið að sýna frá því þegar gellan sem vann í fyrra (sem btw enginn man hvað heitir eða hvaðan hún var) var að lýsa því sem hún fékk að gera sem alheimsfegurðardrottning í heilt ár. Sýndar voru myndir af henni að snerta kínversk börn og veifa til annara. Vá hvað börnin voru heppin. Þau fengu að sjá þarna fegurðina uppmálaða. Þau fengu að vera í viðurvist konu sem gaf þeim von í gegnum fegurð sína. Já það er nauðsynlegt að við ljóta fólkið og litlu fátæku börnin út í heimi fái a.m.k. einu sinni að bera fegurðardrottningu augum svo við fyllumst kjarki og þori, hugrekki og hamingju. Þetta kalla ég bara grundvallarmannréttindi. Annars virtist nú ekki vera mikill tilgangur í þessu hjá henni annar en að veifa til fátæka og óheppna lýðsins. Hún var ekki að vinna nein verk sem slík. Eða jú.... það er náttúrulega full tæm djobb að vera svona fallegur og leyfa öðru fólki að sjá hvað maður er fallegur... hvurnig læt ég!?!

Síðan var hún Unnur greyið frekar hallhærisleg þarna í krýningunni. Var eitthvað að reyna að vinka þarna en þetta leit út eins og hún vissi ekki alveg hvað hún ætti að gera við höndina á sér. Þetta var frekar "ólafsragnars-ískt" veif.

En hennar bíður rosalegt ævintýri á næsta ári og árum. Hún fær að ferðast um allan heim og vinka til fólks (vona samt að hún æfi þetta vink sitt aðeins betur) í fátækum löndum, sem hefur ekki hugmynd um hver hún er og hvaðan hún kemur, og er ennþá frekar alveg drullusama um það. Svo eftir árið fær hún að krýna aðra Miss Eitthvað og þá bíður hennar spennandi ferill sem fyrirsæta í Hagkaupsblaðinu. Ekki nóg með það þá mun Vikan og Nýtt líf alltaf með reglulegu millibili taka viðtal við hana þar sem hún segir frá þessari frábæru reynslu að fá að vera fallegri en aðrir og hvað hún átti sko ekki von á þessu. (sem er náttúrulega bara kjaftæði því þær eru allar sem ein þarna að taka þátt til að vinna)

En já.. til hamingju Unnur Birna með þennan "frábæra árangur". Ég vona bara að ég muni fá heiðurinn af því að einhver af þessum Miss fegurðardrottningum veifi til mín einhvern tímann svo líf mitt fyllist tilgangi.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:41
::
---------------oOo---------------