Íslenzkt lambakjet

miðvikudagur, október 25, 2006

36

Það eru svo margar spurningar sem dynja á kindinni þessa daga.

Hvar hefuru verið?
Ertu dauð?
Ertu hætt að blogga?
Er það satt sem ég heyrði um að þú hafir farið í brjóstastækkunaraðgerð og sért núna viðhaldið hans Jóns Ásgeirs?

Svörin eru ekki einföld en ég skal reyna.
Ég hef verið rosalega bissí að gera nákvæmlega ekki neitt. Þykjast vera að læra en vera í rauninni að stunda kinkí kynlíf allan sólarhringinn í kjallarakompu einhvers staðar uppí Breiðholti

Ég er ekki dauð en komst samt nálægt áfengisdauða um síðustu helgi. Það var gaman á meðan á því stóð.... en svo rann upp nýr dagur og ég vildi að mér hefði tekist að drepa mig, þvílík var þynnkan.

Nei ég er ekki hætt að blogga. En það er dáldið erfitt að pikka inn bloggfærslur þegar maður er vandlega bundinn í kinký stellingum einhvers staðar á hjara veraldar. Ég reyndi að nota trýnið í að pikka inn einn og einn staf þegar hlerunarmálið kom upp, en það kom einhvern veginn svona út: "ws bo gwrðist .æþað asð fíbbgvlið varfð hledrtaðurt alltag ´´a mikðviokudögbujm". Það varð ekkert svo gáfuleg færsla úr því þó svo að ég hafi að sjálfsögðu sagt margan gáfulegan hlutinn.

Já það er satt að ég fór í brjóstastækkun. Stækkaði júgrin upp í G- skálar því hin brjóstin mín, þessi sem voru DD voru bara aaaaalllt of lítil. Það er búið að borga mér fyrir að halda kjafti þegar kemur að leynilegum fundum míns og Jóns Ásgeirs þannig að ég að sjálfssögðu neita því algjörlega að þekkja manninn...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 12:17
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, október 03, 2006

37



Yndislegt plakat. Bakteríur í matvælum gera ekki uppá milli fólks. Fegurðardrottningar kúka líka stendur þarna þó það sjáist ekki. Þá vitum við það. Unnur Birna og fegurðargellurnar verpa líka feitum lorti from time to time.

Annars er það að frétta af mér að það er aftur komin prófatíð. Færði lögheimili mitt uppá Þjóðarbókhlöðuna en fannst hún helst til hljóðlát og formleg þannig að ég flutti lögheimilið á Kaffi Vín þar sem ég stunda nám mitt af miklum móði. Believe it or not þá er hér betri og stabílli nettenging en á hlöðunni, hér get ég étið að lyst á meðan ég læri, hlustað á góða tónlist, séð mannlífið, andað að mér fjallalofti og svo eru sætin svo þægileg. Get meira að segja prumpað með 80 desibela hávaða án þess að hafa áhyggjur af því að ég sé að trufla einbeitingu bókphilískra, hávaðafælinna hugvísindanema. Það kalla ég sko alvöru námsaðstöðu.

Gaman frá því að segja líka að ég og Ópel gerðumst valkyrjur í dag. Fórum í málmbíkíníin okkar, tókum upp exi og sveðjur og strunsuðum galvaskar til hólmgöngu okkar við lífeyris/trygginga báknið. Við að sjálfssögðum unnum frækinn sigur sem mun verða getið í Íslendingasögum framtíðarinnar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:34
::
---------------oOo---------------