Íslenzkt lambakjet

föstudagur, desember 02, 2005

Af hverju verður maður alltaf svona þreyttur..

... þegar maður þarf að fara að læra? Bara hugsunin að ég þurfi að fara að setjast niður við bækurnar vekur upp hjá mér þessa hrikalegu þreytu. Eins og ég hafi ekki fengið að sofa í marga daga. En um leið og ég ætla mér að fara að gera eitthvað annað, eins og t.d. að horfa á imbann, þá gufar þreytan upp eins og hún hafi aldrei verið til staðar. Bögg og vitleysa.

Er að reyna andlega upppeppun þessa dagana. "Það er gaman að læra". "Lestur er skemmtilegur". "Það skemmtilegasta sem þú gerir er að glósa" "Jibbí, núna loksins get ég gert uppáhaldshlutinn minn! læra!"

Það virkar ekki

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:49
::
---------------oOo---------------