Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, desember 31, 2006

23

Alveg er þetta týpískt að vera andvaka þegar marr þarf að vera tip top annað kvöld.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 06:39
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 30, 2006

24

Mér finnst ógeðslega gaman að mála. Ég er aftur á móti gjörsamlega sneydd öllum kreatívum hæfileikum sem og myndlistarhæfileikum. Þess vegna er paint by numbers alveg brilliant úrlausn á mínum vanda.

Paint by numbers rokkar!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:09
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 29, 2006

25

Nú fer að líða að áramótum sem er sá tími ársins sem ég nota til að vega og meta stöðu mína í lífinu. Hvað hef ég gert til að bæta sjálfa mig og líf mitt á síðasta ári og hvað ég hef gert til að eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta ár hefur verið einstaklega gott þar sem að ég hef ekki gert neitt til að eyðileggja nema að bæta á mig 5 extra kílóum.

Gítar og bassi var keyptur og ég byrjaði að læra. Ég fékk draumajobbið og sagði því reyndar upp núna stuttu fyrir jól vegna tímaskorts. Ég kynntist kaddlinum mínum. Uppgötvaði sjálfa mig og fékk geðveik náttföt í jólagjöf.

Svo núna á gamlárskvöld ætla ég að henda mér í djúpu laugina og eyða kvöldinu með fjölskyldu kaddlsins míns. Ég er sem sagt að fara að hitta foreldra hans og börnin hans í fyrsta skiptið. Úfff hvað ég er stressuð. Fékk fyrsta niðurgangskastið af völdum téðs stress núna í fyrradag. Mörg hafa fylgt í kjölfarið og ég spái þriggja tíma óslitnum niðurgangi á gamlársdag.

Annars er það að frétta að ég er ógó eftir á í öllum tískutrendum. Keypti mér sims 2 rétt fyrir jól. En sims 2 var ógó mógó móðins fyrir einu og hálfu ári. Hey! betra er seint en aldrei. Er núna húkkt á að pynta kallana sem ég bý til. Læt þá fighta við nágrannana, neita að leyfa þeim að fara í bað, svelta þá o.s.frv. Er að fá þvílíka útrás fyrir sadistann í mér. Já sei sei.

*rooooop*

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:14
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 24, 2006

26

Þetta hafðist!

Allt jólapakkastandið og núna skreytingarnar. Bara fínt að byrja að skreyta kl 2 að nóttu aðfrararnótt aðfangadags já já sei sei. Ég er nokkuð viss um að ég sé búin að kaupa allar jólagjafirnar og ég er nokkuð klár á því að ég sé búin að pakka þeim öllum inn. Það kemur bara í ljós á mörgun á ögurstund ef ég hef haft rangt fyrir mér.

Ég og hinn helmingurinn minn fórum í Blómaval og Garðheima í kvöld þar sem við keyptum lítið gervijólatré. Ekta gervi "Norway Spruce made with superior qualitiy in Thailand". Það var því virkilega jólaleg stemmning þegar við komum heim eftir að hafa rúntað um Garðarbæinn (by special request skoh) að skoða jólaljósin og settum jólalög á fóninn. Hann tók sig til og bjó til heitt kakó frá grunni og þeytti rjóma á meðan ég pakkaði inn öllum gjöfunum. Jólaskapið var orðið svo gífurlegt að ekki einu sinni brimsalta kakóbragðslausa kakóið gat eyðilagt það.

Síðan skreyttum við litla jólatréð okkar með þessum 10 jólakúlum sem við eigum og keyptum fyrir kúk á kanil í Tiger og jólastjörnu sem kostaði 200 kall í Húsasmiðjunni. Ég berð bara að segja að þetta er eitt flottasta jólatré sem ég hef skreytt. Ekki vegna þess að það er mikill glamúr í kringum það heldur bara að við skötuhjúin gerðum þetta saman og að við vorum bæði að fá ræpu af jólaskapi á meðan við vorum að því.

Ég óska ykkur, lesöndum góðum, og ykkar nánustu gleðilegra jóla, góðrar jólasteikur, fallegra gjafa og að sjálfssögðu það sem skiptir mestu máli, góðra stunda með þeim sem ykkur eru kærastir.
kv. Kibba

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:23
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, desember 20, 2006

27

Það eru svo margar erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka núna. Á ég að eyða 35þús kalli í nýjan gemsa sem ég hef engin sérstök not fyrir en langar rosalega í, eða á ég að eyða 35þús kalli í kassagítar sem ég hef ekki pláss fyrir en langar rosalega í?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:39
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 16, 2006

28

Jibbíh!

Framsóknarflokkurinn er 90 ára í dag. Nú hlýtur hann loksins að fara að hrökkva uppaf úr heilablæðingu eða æðakölkun.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:13
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 15, 2006

29

Spurning: Er hægt að sofa yfir sig þegar maður þarf að mæta í skólann klukkan 11

Svar: óóójá

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 11:48
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, desember 14, 2006

30

Á meðan ég sit hérna í sófanum og er að bíða eftir að Der Untergang byrji á Stöð 2 Bíó, er verið að spila Adagio for Strings eftir Samuel Barber. Áhrifamikið já.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:00
::
---------------oOo---------------