Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, desember 04, 2005

Kitli kitl

Farfuglinn kitlaði mig aaaa gútsí gúú. Og er ég því víst bundin að taka því kitli eins og sannur bloggari so here goes:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Klára skólann
2. Læra á gítar
3. Búa erlendis í lengri eða skemmri tíma
4. Komast í kjörþyngd
5. Taka í spaðann á meðlimum Metallicu (ok þetta er meira svona draumur en maður á að stefna hátt ekki satt ;) )
6. Fara í skíðaferðalag í Alpana
7. Eignast VW bjöllu


Sjö hlutir sem ég get:
1. Munað allt
2. Sungið
3. Skipt um stíl eftir skapi og veðráttu
4. Keyrt bíl
5. Sett lappirnar á bak við haus (þó svo að tækifærin til þessa séu fá)
6. Lesið 400 bls bók á einum degi að því gefnu að mér finnist hún skemmtileg
7. Notið lífsins eins og það er.


Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Spilað á gítar.... ennþá allaveganna
2. Spilað handbolta
3. Haldið athygli yfir einhverju sem ég hef engan áhuga á.
4. Horft á Battlefield Earth
5. Hlaupið
6. Sofnað nema í mínu eigin rúmi
7. Sætt mig við það næst besta


Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Húmor
2. Heiðarleiki
3. Vinalegt bros
4. Bringuhár
5. Stæltir fótleggir
6. Samræðuhæfni
7. Uppátækjasemi


Sjö frægir karlmenn sem heilla mig (ekki endilega kynferðislega eða útlitslega nb.):
1. Kirk Hammett
2. James Hetfield
3. Peter Steele
4. Joey Jordison
5. Johnny Depp
6. Jamiroquai
7. Mark Wahlberg


Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
1. Úje
2. Dang!
3. Esskan
4. Frábært!
5. M'kay
6. Nákvæmlega
7. Skoh


Sjö manneskjur sem ég ætla að kitla gúúútsí gúú:
1. María frænka
2. Ópel Safíra
3. Guðrún Þóra
4. Kisuvinur
5. Harpa
6. Þórunn
7. Egill

Veit ekkert hvort það er búið að kitla viðkomandi en það verður þá bara að hafa það. Þau atriði sem ég nefndi hér fyrir ofan eru í engri sérstakri röð, enda þetta gilligill skrifað í miklum flýtu og án djúprar umhugsunar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:10
::
---------------oOo---------------