fimmtudagur, desember 01, 2005
Jólavertíðin er formlega hafinKaffið mitt er komið í rosalega dúllulegan jólabolla með mynd af snjókalli á skautum. Jingle bells here I come.
Í gær var Telma Ásdísardóttir kjörin kona ársins hjá Nýju Lífi. Ég verð að lýsa mikilli ánægju með þetta kjör enda er hún sú manneskja sem hefur gert hvað mest gott á þessu ári. Með því að koma svona hispurslaust fram í sambandi við misnotkunina sem hún varð fyrir sem barn, hefur hún ekki bara hjálpað þeim sem lent hafa í svipuðu að koma fram, heldur einnig opnað augu okkar hinna fyrir viðbjóðinum sem felst í barnamisnotkun. Við vissum að sjálfssögðu öll hversu ógeðfellt þetta er, en ég er alveg jafn sek og þið hin að hafa viljandi lokað augum mínum og eyrum þegar akkúrat hið andstæða var þörf.
Hún er því ekki bara inspiration fyrir konur heldur fyrir okkur öll sem manneskjur. Að hafa gengið í gengum þetta sem hún gekk í gegnum, komast svona tiltölulega heil út úr því og setja spilin bara beint á borðið, blákalt, fyrir okkur að sjá. Þeir sem hafa lesið bókina hennar Gerðar Kristnýjar um sögu Telmu, eða bara hlustað á Telmu sjálfa hafa lært svo mikið. Einnig er talað um að ný lög um barnamisnotkun munu fá nafnið Telmulögin. Hún braut því blað í baráttunni gegn kynferðisbrotum á börnum og er því svo sannarlega verðug verðlaunanna og meira til.
::