Íslenzkt lambakjet

miðvikudagur, september 27, 2006

38

Hvað á kind að gera þegar hún á ekkert líf fyrir utan bækurnar? Hvað á kind að tala um þegar það eina sem telst til hugsana í litla kindarheilanum er námsefnið?

Dáumst aðeins að peysu vikunnar já já:


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 09:07
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, september 19, 2006

39

Datt í hug þetta frábæra nafn fyrir nýju hljómsveitina mína sem mun spila melódískan black metal að hætti Finna. Bloody Sputum.

Eins og staðan er í dag þá vantar mig trommara, tvö stykki gítarleikara, hljómborðsleikara, söngvara (eða gruntara réttara sagt) og þar sem ég sjálf sökka á bassa, bassaleikara. Veit ekki alveg hvar ég fitta inní þetta band skoh, en þetta verður samt bandið mitt. Ætla að verða ógisslega rík og fræg, túra um Skandinavíu og fá fullt af síðhærðum sænskum karlgrúppíum....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:58
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, september 17, 2006

40


aaaaawwww.. robboslega mússí bússí gússí sæt kanína. Frá mér til ykkar..


.... og talandi um kanínur. Þá komst ég að því í þessari viku að gríska orðið Herpes (sem sjúkdómurinn frægi er kenndur við) þýðir á íslensku "gerpi", eða á engilsaxnesku "creep". Þannig að næst þegar eitthvert ógeðslegt creep er að gera þér lífið leitt þá geturu alltaf tekið til þess ráðs að segja eins og "æ hættessu haddna djös ógeðslegi HERPES" eða "Þúrt einn mesti Herpes sem ég hef kynnst"


Enda þennan pistil á laginu Herpes eftir Radiohead

When you were here before,
Couldn't look you in the eyes
You're just like an angel,
your skin makes me cry

You float like a feather
In a beautiful world
I wish I was special
You're so fucking special

But I'm a herpes,
I'm a weirdo
What the hell am I doin' here?
I don't belong here

I don't care if it hurts,
I wanna have control
I want a perfect body
I want a perfect soul

I want you to notice
when I'm not around
You're so Fuckin' special
I wish I was special

But I'm a herpes
I'm a weirdo
What the hell am I doin' here?
I don't belong here, ohhhh, ohhhh

She's running out again
She's running out
She runs runs runs runs...
runs...

Whatever makes you happy
Whatever you want
You're so fucking special
I wish I was special

But I'm a herpes,
I'm a weirdo
What the hell am I doin' here?
I don't belong here

I don't belong here...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:22
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, september 12, 2006

41

Enn önnur vika, enn meira brjálæði. Nú er bara vika þangað til að ég hætti í minni 70% vinnu með mínu 100% námi. Undanfarnar tvær vikur hafa verið algjör tortúr. Næ aldrei fullum svefni, er alltaf drulluþreytt og utan við mig. Næ ekkert að sinna mínum persónulega tíma og hef rosalega takmörkuð mannleg samskipti við annað fólk. Svo ekki sé minnst á kvíðaknútinn í mallakútnum sem virðist hafa tekið varanlegri bólfestu. En það er nú bara vika eftir, hlýt að geta lifað það af.

Fór í verklegt um daginn þar sem við áttum að rækta bakteríur af fingrunum á okkur. Flestir fengu sína agarskál hreina til baka en ekki rollan, ónei. Þvílíkur blússandi gróður hefur ekki sést á íslandi, ekki einu sinni í grasagarðinum. Var bæði loðið, grænt og með horáferð. Var meira að segja spurð hvort ég hafi verið að pota puttunum í rassinn á mér áður en ég tók testið til þess eins að eyðileggja niðurstöðurnar. Mér fannst þetta að sjálfssögðu alveg rosalega fyndið en þegar svo komið var heim og ég byrjaði að smyrja mér samloku þá opnuðust flóðgáttir sýklafóbíunnar.

... ég hafði stolið fyrr í sumar sterílum skurðlæknahönskum úr vinnunni. Tók pakkann, opnaði hann, fór í hanskana og smurði mér síðan samlokuna. Fokking oj barasta.

En þá óneitanlega fór kind að hugsa af hverju í fjandanum klaufarnar eru svona skítugar. Það er ekki eins og ég þvoi ekki á mér hendurnar eftir hverja klósettferð og ekki geng ég um með puttana í görninni, svo mikið er víst. Fattaði það allt í einu að áður en ég mætti í þennan verklega tíma hafði ég verið að flýta mér svo mikið úr vinnunni að ég gleymdi að spritta á mér hendurnar á leiðinni út. Get lofað ykkur öllum að það gerist ekki aftur. Sprittbrúsinn er orðinn að mínum löngu týnda síamstvíbura.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:59
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, september 05, 2006

42

Já það er klárlega svarið!
Þurfum ekki að leita lengra.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:46
::
---------------oOo---------------

mánudagur, september 04, 2006

43

Nú eru einhverjir siðapostular kökugatanna (lesist: næringarfræðingar) búnir að kasta fram þeirri fullyrðingu að eina leiðin og besta leiðin til að sporna við offitu er að skattleggja óhollan mat. Gott og blessað með að átta sig á því að þjóðin er að fitna og að átta sig á því að óhollur matur sé eitthvað sem mikið er keypt hér á landi, sér í lagi þá gosdrykkirnir.

En hvað með mitt persónulega frelsi? Mér þykir náttúrulega alveg frábært að það skuli vera einhver nægilega sorglegur næringarfræðingur út í bæ sem lætur líf sitt snúast um mitt persónulega mataræði. En engu að síður þá er þetta minn líkami, ég læt í hann það mér í fjandanum sýnist og það að láta mig fara að borga skatt vegna þess sem ég læt oní mig er ekkert annað en argasta forsjárhyggja og kommúnismi. Elsku næringarfræðingar, takk fyrir að nenna að pæla í þessu, en ég afþakka tilraunir ykkar til að hafa vit fyrir mér. Ég er fullfær um að gera það sjálf.

Það er ekki þannig að Íslendingar séu heimskir. Ég efa það að það séu einhverjir Íslendingar sem gera sér ekki grein fyrir því að ef þú borðar feitan mat þá fitnaru. Og ef þú borðar sykur í óhófi veldur það sömu afleiðingum. Einnig held ég að flestir viti það að ef maður borðar meira en maður brennur þá fitnar maður. Það er ekki eins og þjóðin sé vallandi í yfirgnæfandi heimsku.

Offita er vandamál. Bekenni það. Það þarf að grípa til ráðstafanna, bekenni það líka. Er skattlagning og þar með fyrirhyggjusemi og mismunun rétta leiðin? Klárlega ekki. Orsakanna er dýpra að leita. Það er allt of oft sem maður sér foreldra vera að gefa ungum börnum sínum sykrað kók eins og um vatn eða mjólk væri að ræða. Í fyrsta lagi þá Á EKKI að gefa börnum undir 10 ára aldri NEINA KOFFEINDRYKKI því það heftir þroska taugakerfisins þeirra. Á að refsa mér fyrir og láta mig borga aukaskatt fyrir mitt sykurlausa Pepsí Max, því að þessir foreldrar og aðrir kunna sér ekki hóf? Það þarf aðrar og effektívari aðferðir til að breyta viðhorfi landans og notkun á óhollum drykkjum og mat en að seilast í pyngjuna.

Viljum við virkilega búa í gamla Sóvét þar sem hugsað er fyrir okkur?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:02
::
---------------oOo---------------