Íslenzkt lambakjet

fimmtudagur, desember 08, 2005

Próf á morgun

Tel allar líkur á að ég fái í hæsta lagi 6. Þar sem moi er tossi af Guðs náð þá byrjaði moi ekki að læra af alvöru fyrr en í fyrradag, sem er ekkert rosalega sniðugt þegar litið er til þess að fagið inniheldur eitthvað um 1000 bls og ég var að byrja að frumlesa...... daddaraddaraaaaa. Þetta reddast.

Var líka að vakna. Nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara á fætur og uppá lesstofu. Held að ég sé alveg kandídat í að tékka á því hvort Leti sé í alvörunni dauðasynd. Fylgist með minningagreinunum næstu daga.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 16:30
::
---------------oOo---------------