Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

44

Þá er það byrjað aftur. Það= skólinn. Er samt í 50% vinnu með skólanum núna næstu þrjár vikur og hef ekki hugmynd um hvernig ég mun koma því fyrir án þess að klúðra ekki öðru hvoru eða báðu. Meiri asninn að láta plata sig í svona aukavinnudót. Það er ekki eins og ég sé að fá mikið borgað fyrir það ónei.

Meira síðar....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:23
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

45

Ég þakka hlýjar námshvetjandi hugsanir í minn garð. Ég fann sko sannarlega fyrir þeim. Ákvað eftir fyrra prófið að slappa aðeins af. Slappaði aðeins of mikið af. Fattaði svo þegar tveir dagar voru í seinna prófið að ég var ekkert byrjuð að læra neitt af alvöru. Hvað gera kindur þá? Já þá var bara sokkið sér í dópheima koffeinsins og tekinn all nighter á þetta. Ég sem sagt vaknaði kl 8 í gær og hef verið vakandi síðan.

Tókst mér svo að fara yfir og læra 5 vikna, 1200 blaðsíðna námsefni á innan við tveimur sólarhringum?
Merkilegt nokk þá tókst það. Þvílík gargandi snilld!!

Var að koma úr prófinu og ég held barasta að það hafi þurft slatta til að ég hafi ekki náð þessu. Fæ því að njóta samvistanna við bekkinn minn í eitt ár í viðbót ef allt fer vel. Jibbí kóla!

Kindin er aftur farin að ganga meðal lifandi fólks (eða svona næstum því), bæði í netheimum og raunheimum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 16:34
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

46

Nú liggja rollur í því. Ekki áfenginu ó nei. Þær liggja í námsbókunum. Próf á föstudaginn og annað á þriðjudaginn. Skemmtismi!

Hef ekki gert annað en að finna ástæður fyrir því að fresta heimalærdómnum. Fullt af afsökunum að finna á kostnað lærdómsins sjálfs. Sem er ekki nógu gott og ég myndi prumpa á sjálfa mig fyrir þetta ef ég gæti. En það bara verður tekinn massinn á etta. Kaffi, Pepsí Max, Magic og smá létt geðveiki.

Ókosturinn við svona übernámsbókafyllerí er að ég hef bara ekki frá neinu að segja. Ég fylgist ekki með fréttum, hef takmörkuð samskipti við annað fólk og hef ekki pláss í heilanum til að hafa skoðun á neinu. Ég er því alveg óskemmtilegasta manneskja í heimi í dag.

............jú ég hef skoðun á einu!!! sko mína!
Mér finnst að Sjallarnir eigi að standa saman og halda Árna Johnsen utan stjórnmála. Er það ekki brill tillaga hjá mér?!. Árni kaddlinn sjálfur virðist ekki hafa rænu né siðferði til að halda sér í burtu sjálfur greyið. Stundum þarf þá sterka bláa hönd til að halda í höndina á honum og leiða hann í burtu frá öllu sem tengist stjórnsýslu.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:07
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

47

Orð sem enda á isma:

Femínismi
Expressjónismi
Níhílismi
Impressjónismi
Sósíalismi
Súrrealismi
Fasismi
Nasismi
Kúbismi
Prumpismi

bööö get ekki meir


Pæling:
Ef aðilar sem aðhyllast isma eru kallaðir istar (þeir sem aðhyllast femínisma eru femínistar o.s.frv)
Aðhyllast þá stílistar stílisma? og statistar statisma?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:49
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

48

Peysa dagsins:


Hún hentar við öll tækifæri. Líka þegar manni dettur í hug að taka upp pikkexi og drepa alla í kringum sig á sérstaklega brútal hátt. Þá eru gullbuxurnar góðu líka sérsniðnar fyrir þá tómstundariðju.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:04
::
---------------oOo---------------
49

Ég og prakkarastrikið mitt erum orðin samvaxin. Skil ekkert í að ég hafi gert þetta prakkarastrik af mér miklu fyrr. Við sláum á létta strengi saman og týnumst í tónaflóði dauðametals. Þetta er sönn ást skal ég ykkur segja.

----------

Verzlunarmannahelgin.
Eina helgin þar sem garenterað er að verzlunarmenn fá ekki frí. Ég fæ ekki frí. Er samt ekki verzlunarmaður. Ekki einu sinni verzlunarkind. Finnst samt voðalega gaman að verzla. Myndi verzla miklu meira ef ég ætti P-ning. Er þó að vonast til að helgin verði róleg í vinnunni og að ég geti þá gleymt mér í undraveröldum próflesturs.
Þannig að mín skilaboð til ykkar eru: "keyriði nú varlega krúttin mín og ekki gera neitt af ykkur svo að þið endið í vinnunni hjá mér"

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:38
::
---------------oOo---------------