Íslenzkt lambakjet

laugardagur, desember 17, 2005

Það yndislega við jólafrí...

... er að maður getur farið aftur að sinna hugðarefnum sínum og notið þess að slappa af. Það eru ótalmargar bíómyndir, þættir og bækur sem bíða athygli minnar í jólafríinu og ætla ég mér að sinna þessu af mikilli elju og natni. The Hogfather úr Discworld seríunni bíður óopin á náttborðinu eftir að verða lesin. Futurama DVD diskarnir bíða óþreyjufullir eftir að verða settir undir geislann. Lífið er yndislegt á jólunum.

Var að koma úr virkilega fínu próflokapartýi. Mad Props til Ómars fyrir að nenna að hafa stóðið heima hjá sér. Hef ekki sofið að neinu marki núna síðan kl 13 í gær... spörning um að fara að lúlla....

ójá.. var næstum búin að gleyma..... ég má sofa út ;)

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:20
::
---------------oOo---------------