sunnudagur, desember 18, 2005
Jeg tro det ikke!Núna er verið að sýna síðasta Popppunkts þáttinn forever. Ég er búin að vera heví Popppunkts aðdáandi frá byrjun og ekki búin að missa af nema tveimur þáttum af þeim 66 sem sendir hafa verið út. Ætla að fara að mótmæla þessari glapræðislegu ákvörðun fyrir framan Skjá 1. Ætla að keðja mig allsnakta við útidyrahurðina og henda síðan neonbláu skyri á bíl sjónvarpsstjórann. Ég er handviss um að það virkar.
::