sunnudagur, apríl 02, 2006
Kæruleysi smæruleysiÉg er búin að hafa alla þessa viku til að læra undir næsta próf. Ég var að byrja í dag. Las alveg í einn og hálfan tíma. Sko mig! Dísus hvað ég þoli mig ekki. Einbeitingarleysið er algjört. Það lítur allt út fyrir að plan B verði tekið þ.e. fara til heimólæknó, fá vottorð sem segir að ég er fárveik, skila því til skólans og taka prófið í sumar. Oj barasta.
Ef einhver vill gefa mér samviskusemi eða selja mér hana ódýrt þá er ég game.
::