Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, mars 26, 2006

Svöng uppá lesstofu

Innan við tveir sólarhringar í próf og ég á enn eftir að frumlesa helminginn af námsefninu. "Sjittfokk" dugar ekki nægilega vel að lýsa tilfinningum mínum á þessu stigi máls. Jafnvel þó ég flippi þessu yfir á svæsnustu þýsku gerir það ekki nægilegt gagn. Scheisenficken!!!!

Ég ætti að sjálfssögðu að vera að lesa mig til núna um undraveröld Acetyl CoA karboxýlasans en það sækja að mér svo sterkar hugsanir. Flóknar lífspælingar að ég get með engu móti haldið athyglinni við þetta annars mjög svo skemmtilega ensím.

Af hverju gat ég ekki verið gaurinn (eða gauran) sem fann upp Arómatið?? Ha?? Þetta er eitt vinsælasta krydd í heimi, fyrir utan kannski Season All sem, eins og við öll vitum, var fundið upp af Satani. Aromatið er hentugt, skemmtilegt á litinn, passar með öllu og allir elska það. Síðan eru umbúðirnar svo skemmtilega dannaðar að maður getur horft á glasið endalaust og velt fyrir sér snilldinni sem þessi vara nú er.

Svo ekki nóg með það.... þá getur maður GEYMT glasið og keypt sér ÁFYLLINGU í litlum og handhægum bréfum. Þvílík þjónusta við bæði viðskiptavinina (sem spara sér stóran pening) og umhverfið (sem fær þá að sama skapi minna glerrusl í sig). Já krakkar mínir. Ég legg uppgötvun arómatsins saman við uppgötvun Pensillínsins. Þetta er svona merkilegt.

Sem leiðir mann óneitanlega að þeirri pælingu hvað gaurinn (eða gauran) sem fann upp Arómatið hlýtur að vera fruntalega, ógeðslega, klikkaðslega ríkur (rík). Og ekki bara ríkur, heldur elskaður líka! Ég er viss um að L. Ron Hubbard nagi á sér handabökin í gröfinni (figuratively speaking... við vitum alveg að þau eru fyrir löngu útnöguð) yfir að hafa ekki uppgötvað þessa snilld. Hann hefði fengið með sér þúsund sinnum fleiri fylgismenn í gegnum undrakryddið en þetta Xenu bull sem honum datt í hug....

.... Acetyl CoA karboxylasi já...*dæs*
Langar í salat

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 14:38
::
---------------oOo---------------