miðvikudagur, mars 22, 2006
Tó-mei-tó, Tó-mah-tóÉg er haldin þeirri fötlun að mér finnst tómatar alveg einstaklega ógeðslega bragðvondir. Þeir eru fínir þegar þeir eru unnir t.d. tómatsósa og pizzusósa etc. En tómatar í heilu lagi, sneiðum, soðnir, steiktir, ferskir finnst mér ekkert minna en ógeð.
Nú er svo komið að við búum í útúr-tómatíseruðu samfélagi. Hvert sem maður fer þar eru tómatar. Tommi tómatur sat makindalegur í grænmetisdeildinni í Hagkaup í mörg ár og söng sinn skemmtilega "Halló krakkar, ég heiti Tommiiiiiihiiii tómaaaatuuuuuuuuur" söng, starfsmönnum til geðheilsuskorts og foreldrum til lifrarskemmda.
Síðan er tómötum troðið í allar fjöldaframleiddar samlokur, án þess að út í það sé hugsað hvort tómaturinn passi með co-áleggjunum. Ég fæ það t.d. aldrei skilið hvernig nokkrum manni datt í hug að setja tómata á samloku með spægipylsu. Tómatar á hamborgurum er annað dæmi! Hvaða þroskaheftu bragðlaukar meika tómata á hamborgurum? Svo er sumt fólk farið að troða þessum andskota á pizzur líka!
Ég mótmæli svona tómataðgerðum harðlega. Tómatar eru ekki svona eins og ostur, þar sem meginþorri fólks finnst hann góður. Þetta er klárlega alheimssamsæri tómatframleiðenda og tómatsfasista. Fórnarlömbin erum við. Við, sem getum ekki varið okkur. Við sem nennum ekki að plokka þennan óskapnað af samlokunum okkar og neyðumst því til að misbjóða skeifugörn vorri með fúlum tómötum.
Hugsið aðeins út í þetta áður en þið verðið heilaþvegin!
::