mánudagur, mars 27, 2006
JæjaÞað kemur sú stund að hver sú lífvera sem berst fyrir lífi sínu sættir sig við að hún muni verða undir. Ég er komin á þann stað núna og líður bara nokkuð vel með það. Það er ekki séns að ég nái þessi annars skemmtilega Prüfungi á morgun. Ég strengdi þau áramótaheit að standa mig betur í skólanum, læra á hverjum degi og leggja allann minn metnað í þetta. Þegar ég hóf að frumlesa fyrir rétt rúmri viku síðan varð mér ljóst að þetta áramótaheit var farið í varanlegt frí til Hawaii.
Þetta snýst um damage control frá þessum punkti og þá von að kennararnir hafi ákveðið á kókaíntrippi að hafa prófið extra létt í ár. Ég er drullufúl út í mig þessa stundina... grrrr.
::