mánudagur, apríl 03, 2006
Besti vinur minn...... þessa stundina er súkkulaðimolinn sem er í óðaönn að bráðna uppí mér. Þegar hann verður kominn niðrí maga ætla ég mér að eignast annan besta vin. Sem líka mun fá að bráðna uppí munninum mínum.
Þetta eru búnir að vera virkilega slæmir dagar undanfarið. Er alveg miður mín á þessu öllu saman. Pff....Á svona dögum ætti að vera súkkulaði til intravaskúler innspýtingar. Svona mikil er þörfin.
Já eða súkkulaðistílar!! Nú erum við að tala saman!
::