mánudagur, desember 19, 2005
Ég er svo suddalega gamaldags og púkóÉg á ekki iPod. Ég á nánast enga mp3 en ég á þennan þrusufína COBY ferðageislaspilara sem ég nota mikið. Það er orðið sorglega vandræðalegt að fara út í almenning með ferðageislaspilara þessa dagana. Ef ég er að labba einhvers staðar (sem ég geri nú daglega) og diskurinn sem ég er að hlusta á klárast.... þá á ég það til að hafa með mér aukadisk og skipta bara while I walk. Þvílík lúkk sem ég fæ!! Það er klárlegt að ég er frá steinöld og ég gæti alveg eins verið með beta max tæki. Ég er farin að skammast mín og hugsa mig tvisvar um áður en ég læt annars ógó smart appelsínugula ferðageislaspilarann minn líta dagsins ljós uppúr töskunni minni. Það fyndnasta við þetta allt saman er að mig langar ekkert sérstaklega í iPod. Það eru nokkrir aðrir hlutir sem ég ætla mér að fjárfesta í áður en ég splandera í þetta nýmóðins tónlistarflutningsapparat. Ég verð víst bara að vera lummó eitthvað áfram. Ráðlegg þó fólki sem er mjög annt um street credið sitt að forðast samneyti við mig rétt á meðan ég rölta með minn ástkæra geislaspilara.
::