Íslenzkt lambakjet

föstudagur, júlí 14, 2006

62



Fór í gær að sjá Cars. Alveg frábær skemmtun. Ég er reyndar alveg die hard Pixar aðdáandi en þrátt fyrir hlutdrægni mína þá var þessi mynd súper.

Þegar ég var lítið lamb lék ég mér oftast með bíla. Engar dúkkur eða svoleiðis á mínu heimili, ó nei. Og ég sá alltaf bílana fyrir mér eins og í myndinni. Þ.e. bílarnir sjálfir voru persónur, það var enginn að keyra þá. Þeir keyrðu sig sjálfir.

Síðan var náttúrulega líka robboslega gaman að loksins sjá Kalla in vivo....


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 08:57
::
---------------oOo---------------