Íslenzkt lambakjet

miðvikudagur, júlí 12, 2006

63

Lítið lamb liggur út í haga og hóstar.

Fyrst hóstar það upp blautu hori, snýtir gulri slummu sem ætlar engan enda að taka og fær síðan blóðnasir af öllum átökunum.

Þetta litla lamb er ég. Hélt að ég væri að hressast og fór í vinnuna. Kallinn sem ég er að leysa af greip tækifærið og skellti sér út á land. Þetta voru meiri bulludrullu mistökin. Búin að vera með magakveisu og hita þessa tvo daga í vinnunni og er ég að reyna eftir mesta magni að gubba ekki á skrifborðið.

En að öðrum skemmtilegri og vísindalegri pælingum. Það er alveg óheyrilegt magn af hori sem loftvegurinn framleiðir. Í öllum þessum horgangi og kvefpest datt mér það í hug að safna öllu þessu hori og mæla hvað þetta er mikið. Hver þéttleikinn er o.s.frv. Ætli þetta sé desilíter eða meira sem ég er búin að snýta úr nösum mínum á þessum síðustu og verstu dögum? Þetta eru stórmerkileg vísindi I tell ya!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:50
::
---------------oOo---------------