Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, júlí 11, 2006

64

Þetta er ekkert smá ruglandi. Mér finnst að það eigi að leggja niður pH gildi sem mælieiningu fyrir sýrustyrk.

Smá dæmi. Í bók er sagt að sýrustig aukist. Í venjulegum skilningi myndi maður túlka þetta sem að viðkomandi efni/vökvi yrði súrari. En það þýðir að pH gildi er að lækka (Því lægra pH gildi, því súrara er efnið). Ókei.

En plebbinn sem skrifar bókina ákveður að lýsa þessum breytingum með því að setja bara pH: (ör sem vísar upp). Ég get túlkað þetta á fyrrnefndan hátt að sýrustig sé að aukast en þá er pH að lækka. Eða eins og rökréttara væri að pH væri að aukast og þar með sýrustigið að minnka. Það er ómögulegt fyrir mig að vita hvora túlkunina höfundurinn er að meina, því hann cross referenserar eins og kúkalabbi þarna á milli.

Þetta er nefnilega svo trikkí. pH skalinn er í daglegu tali kallaður sýrustigsskali. Skv. venjulegri talnahefð okkar þá túlkum við það sem svo að því hærri sem talan er því hærra er stigið. Sýrustig 8 er hærra en sýrustig 3 o.s.frv.

En það er nefnilega málið. Því hærri sem talan er því basískara er efnið (minna súrt) og því er varla við hæfi að kalla basískt efni (með hátt pH) með "hærra sýrustig" en efni með lægra pH. Þannig að að "hærra sýrustig" er lægri pH tala. Og svo þegar plebbahöfundar eru farnir að blanda saman sýrustyrk, sýrustigi og pH, þá er ómögulegt að fatta hvað er verið að tala um.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 10:52
::
---------------oOo---------------