Íslenzkt lambakjet

fimmtudagur, júlí 06, 2006

68

Jamm, hér sit ég í vinnunni fárveik. Slímhúð lungna hefur verið hóstað upp á sársaukafullan og þurran hátt síðan í gær og beinverkir, hausverkur, magaverkur og almenn vanlíðan bætast við. Af hverju er ég ekki bara í veikindafríi? Jú, það vill nefnilega svo skemmtilega til að maðurinn sem vinnur með mér og á móti er líka veikur með sama ógeðið. Einhver þarf að vera hérna. Get þó huggað mig við það að það er ekkert að ske í vinnunni þannig að ég get laumast til að sofna fram á skrifborðið.

Það er skemmtilegt frá því að segja að hóstarkirtillinn (já það er til hóstarkirtill, en það er ekki til pirringslíffæri né vitlaust bein) hefur ekkert með hósta að gera. Já sei sei.

Orð dagsins:
Að skaufunga.
Að skaufunga þýðir að gefa annarri manneskju kinnhest með hörðum getnaðarlim.
Notkun: Gunni skaufungaði Siggu í miðjum munnmökum.

Óver end át

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 10:43
::
---------------oOo---------------