Íslenzkt lambakjet

föstudagur, júlí 07, 2006

67

Hafiði tekið eftir því að í flestum amerískum hasarmyndum þá er vondi kallinn Evrópskur, og þá í oftast Þýskur.

Kindin liggur ennþá veik uppí rúmi með ógeðslegan hósta. Þurr og vibbalegur. Eins og að sandpappír númer 60 sé harkalega raspað eftir barkanum á mér. Djöfull er þetta vont. Get þó huggað mig við það að ég er í fríi þessa helgi og get því sofið þetta úr mér.

*setur cradle of filth á fóninn*

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:03
::
---------------oOo---------------