Íslenzkt lambakjet

mánudagur, mars 20, 2006

Hvað er meira hressandi

en að sitja við sunnudagskveldmatarborðið með sextugum foreldrum sínum og hlusta á kynlífshljóð í útvarpinu? Nei, ekki margt. Það vildi svo skemmtilega til að Rás 2 ákvað að spila J'taime akkúrat á kveldmatartíma í gær og þar sem það er alltaf default kveikt á útvarpstækinu þá hljómuðu getnaðarlegar stunurnar um eldhúsið okkur til ánægju og yndisauka með fitublautum lambakótelettunum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:12
::
---------------oOo---------------