Íslenzkt lambakjet

föstudagur, mars 10, 2006

Meltingarkex?



Ég hef aldrei almennilega fattað af hverju sumt kex er kennt við meltingu. Kannski er það reyndar ekki kennt við meltingu (svona rétt eins og ég á tímabili hélt að the bold and the beautiful væri vísun í sköllótt en fallegt fólk). Hef tekið eftir að á hómblestinu mínu, snapjacksinu, hobnobsinu og McVítísinu er einkar mikið hamrað á því að þetta séu "digestive cookies". Þá er spurning hvað nákvæmlega er verið að meina með þessu. Ætli þetta sé eitthvað áberandi betra fyrir meltinguna en t.d. marylandið?

Þó að meltingarkökurnar séu örugglega aðeins ristilvænni en maryland kexið þá get ég ekki ímyndað mér að þetta sé hollt í overall næringarfræðilegum skilningi, þ.e. í samanburði við trefjaríkt græmmeti og sonna...

Það er bara svo skolli fyndið að setja á umbúðirnar að varan sé meltingar- eitthvað. Eins og mjólkurvaran sem "eykur þarmaflóruna". Það langaði öllum á þeim tímapunkti að steypa einu glasi af slíku niður...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:35
::
---------------oOo---------------