mánudagur, mars 06, 2006
Málefnin hætt..og ég er orðin heimilislaus á netinu. Hin spjallborðin sem í boði eru, hafa það því sammerkt að ég treysti ekki stjórnendum alls kostar og vil ekki tjá mig undir þeim kringumstæðum. Þá finnst mér betra að tjá mig bara ekkert á íslenskum spjallvefjavettvangi fyrr en traustvekjandi borð kemur aftur, jú eða málefnin opna á ný. (sem ég vona alveg rosalega mikið). Þetta er voðalega skrítið. Ég er búin að tjatta þarna í nærri 3 ár og við fastagestirnir erum farnir að þekkjast nokkuð vel. Jafnvel fólkið sem maður þolir ekki er maður farinn að líta á sem part af daglegu lífi. Það er furðuleg tilhugsun að maður geti ekki kíkt í litla athvarfið sitt á vefnum á milli lestrartarna og kastað inn innleggjum eða tveim.... lesið umræðu dagsins. Ég er reyndar nokkuð dugleg að tjatta á erlendum spjallborðum, en það er náttúrulega ekki það sama.
Fálkinn bauð vefinn til sölu í morgun í kjölfar lokunarinnar. Ég vona innilega að fálkinn skipti um skoðun og opni borðið aftur eða góðir og traustir málverjar kaupi af honum herlegheitin og opni sem fljótast.... áður en fráhvarfseinkennin verða óyfirstíganleg
::