miðvikudagur, mars 08, 2006
Hlusti hlustMæli með hlustningu á Dixie Chicks. Er ekki mikil sveitalingur þótt rolla sé en þær eru alveg brill. Þessi diskur heitir Home og er sá nýjasti með þeim (gefinn út 2002 ef ég man rétt). Svo eru þær gellurnar alveg snilldarkonur og komust í heimsfréttirnar á sínum tíma fyrir að hafa sagt á opinberum vettvangi að þær skömmuðust sín fyrir að George Bush væri frá Texas, en þær eru víst innfæddir Texasbúar. Kanarnir í Jesúlandi (lesist: suðurríkjum bandarríkjanna) urðu náttúrulega snarklikk og það voru haldnar geisladiskabrennur og enn þann dag í dag neita kántríútvarpsstöðvar að spila tónlist eftir þær. Þessi viðbrögð überpatríotanna urðu náttúrulega til þess að þær fengu meiri athygli heldur en þær hefðu nokkurn tímann fengið og opnuðust dyr að allt öðrum aðdáendabasis en þær voru með. Í dag telja þær sig ekki lengur til kántrífjölskyldunnar heldur rokk/popp fjölskyldunnar.
Þetta finnst mér segja nokkuð um skammsýni überpatríotanna. Í þessu landi sem mærir sig sjálft fyrir málfrelsi, getur fólk ekki skilið á milli pólitíkur og lista og setja boycott á tónlistarmenn sem nýta einmitt fyrrnefnt málfrelsi sitt til að segja sína skoðun. Ekki er ég t.d. að sjá fólk í Evrópu boycotta Schwarzeneggermyndir þótt maðurinn sé klárlega kjáni. Persónulegar skoðanir listamanna skipta mig engu máli ef tónlistin er góð og áróðurslaus.
Ég mæli sem sagt eindregið með Home með Dixie kjúklingunum. Hún er vel hlustunarinnar virði.
::