mánudagur, mars 06, 2006
Magnús Þór Hafsteinssoner röflandi á Alþingi yfir því að RÚV rauf ekki útsendingu í dag til að flytja fregnir frá jarðskjálftanum. Hann vill meina að fólk á Suðurlandi sem næst er skjálftanum hafi verið skelfingu lostið og hrætt og viljað leita sér upplýsinga. Þess vegna var RÚV að bregðast hlutverki sínu bla bla bla....
For CRÆJING ÁTLÁD... þetta var jarðskjálfti upp á 4.6. Ef svona smáskjálfti gerir þig "skelfingu lostinn" og "hræddan" þá átt þú ekki að búa á Íslandi. Á RÚV þá bara ekki að rjúfa útsendingu í hvert skipti sem svæðið norðan við Grímsey hristist? (sem er nota bene oft á dag). Mér þykir það aftur á móti bara nokkuð fagmannlegt af RÚV að vera ekki að rjúfa útsendingu fyrir tittlingaskít sem þennan.
Að bera þetta saman við viðbrögin við suðurlandsskjálftanum þegar RÚV svo sannarlega brást finnst mér hæpið. Skjálftinn í dag var hvergi nærri líkur því og engin þörf á fréttamennsku a lá NFS. Satt best að segja fannst mér Magnús vera kvartandi undan þessu bara til að kvarta undan einhverju, en það er bara mín tilfinning...
::