fimmtudagur, júní 29, 2006
73Nei ég er ekki dauð. Ég hef bara frá engu að segja. Ég á ekki líf, stunda ekki mannleg samskipti. Allir sem ég vinn með eru annað hvort dauðir (bókstaflega) eða í svo vondu skapi að ég sækist bara í dauða fólkið.
Var að frétta að Pamela Anderson væri að strippa eitthvað til stuðnings réttindum dýra. So what's new? Ég hef séð Pamelu oftar nakta en í fötum og það er ekkert varið í það lengur . Ég myndi sko taka eftir því ef Pamela klæddist fötum til styrktar réttindum dýra!!
Kv.
Kibba- klæðist buxum og bol til styrktar réttindum Lemúra í Perú.
(ekki það að nokkur maður né dýr myndi vilja sjá mig nakta til að byrja með)
::