laugardagur, apríl 08, 2006
Smá forskot á sælunaÞar sem kindin verður flatmagandi á sólarströnd um páskana var ákveðið að færa bara páskana fram um viku og njóta þeirra í dag. Fékk gefins þetta glimrandi fína páskaegg frá gamla stellinu. Sit hérna makindalega fyrir framan imbann að horfa á Seabiscuit með öðru eyranu og borðandi súkkulaðiegg með hinu. Svona á lífið að vera!!!
Svo vann bara Snorri í gær! Dullegur strákur. Óska honum innilega til hamingju. Það voru nú ekki margir sem töldu hann geta sigrað þegar 12 manna úrslitin byrjuðu í Smáralindinni ;)
::