Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, apríl 09, 2006

Gæsun

Gæsun Kiðfríðar systur sem er að fara að gifta sig eftir fortnight gekk einstaklega vel. Fórum á stórdansleik með Pöpunum og urðum þess aðnjótandi að vera viðstaddar upptöku DVD disks þeirra félaga. Við semsagt munum fá að sjá feitasta djammið okkar um jólin þegar diskurinn kemur út. Þar sem að við erum náskyldar 2/6 bandsins þá grúppíuðumst við baksviðs eins og gæsum sæmir og urðum okkur og fjölskyldu okkar til haldbærrar skammar. Sem var bara gaman. Góður fílingur.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 04:29
::
---------------oOo---------------