sunnudagur, febrúar 26, 2006
Það er alveg...... fruntalega gaman að horfa á skautahlaup. Ég er nú ekki mikill sportisti en þetta er hið prýðilegasta afþreygingarefni. Skautahlauparar eru líka svo skemmtilega asnalega hlutfallslega vaxnir. Lærin á þeim eru huuuuuuuuuge. Hahaha.. svaka fyndið. *hóst*
Ég er reyndar líka dáldið skotin í Bobsleðunum. Var eins og svo margir aðrir gjörsamlega ómeðvituð um þessa íþrótt allt þangað til Cool Runnings myndin kom út (sem var btw snilld). Síðan þá hef ég alltaf haft auga með Jamaiska bobsleðaliðinu þegar vetrarólympíuleikarnir eru, þó svo að það hafi aldrei verið sýnt frá keppninni á Rúv. Í ár náði Jamaiska bobsleðaliðið aftur á móti ekki ólympíulágmarkinu, mér til mikillar gremju og keppa þeir því ekki. Þeir eru þó með ágætlega sterk luge lið (bæði eins og tveggja manna sleði þar sem fólk liggur á bakinu á sleðanum) bæði í kvenna og karlaflokki. Hafið augun opin. Coco Loco er líka Jamaiskur kokteill sem er gott að sötra með íþróttaglápi, svona ef maður fær leið á Carlsberginum.
::