Íslenzkt lambakjet

laugardagur, febrúar 25, 2006

Krísukind

Já. Kindin fór í krísu. Búin að klæða mig í flöffí bun bun náttfötin mín. Koma mér vel fyrir uppí sófa með sæng og bangsa. Þá gerðist það. Tilfinningin vaknaði, ég réð ekki við hana. Ég gjörsamlega varð að láta undan.

Ég fór úr flöffí bun bun náttfötunum, fór í neonbleika krumpugallann minn og útúrgengna böffalóskóna. Settist uppí bíl og keyrði áleiðis til að svala hvötinni. Þegar komið var á áfangastaðinn hoppaði ég eins og hvirfilbylur út úr bílnum og inní búð. Einn stóran súkkulaðisjeik takk!

U.þ.b. mínútu síðar var sá ískaldi, þykki og gómsæti súkkulaðisjeik látinn. Mig langar í annan.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:47
::
---------------oOo---------------