föstudagur, desember 30, 2005
Vá...... árið er bara að verða búið. Mér finnst ég ennþá hafa verið að klára síðasta prófið í gær. Jólin svifu einhvern veginn bara framhjá. Þetta er búið að vera ekkert smá furðulegir dagar. Þessi glæsilega tveggja sólarhringa gubbupest líka rúnkaði mig líka svona hressilega í rímini. Missti allt tímaskyn.
En moi náði að nokkurn veginn að standa við áramótaheitið sem strengt var um síðustu áramót. Takmarkið var að missa 15 kg á árinu. Ég náði að taka þau 14 af. Það eru nú reyndar rúmur sólarhringur eftir af árinu og það er alveg séns að ná þessu eina kg af með einhverri heví svitabombu. Ætla samt að láta mér vel lynda þennan árangur.
Áramótaheitin þetta árið verða líklega þau að standa mig betur í skólanum. Er búin að vera með buxurnar á hælunum vægast sagt... tjah.. alla mína háskólagöngu. Ekki það að ég geti ekki lært þetta. Nei nei. Þetta er bara pjúra leti og nennuleysi. Markmið næsta árs er að hrista burtu slenið og finna aftur nennuna. Hvar svo sem hún er nú í felum.
::