miðvikudagur, desember 28, 2005
Jólin runnu bara...... virkilega ljúffenglega niður. Góður matur, góð og kærkomin leti og afslöppun í faðmi fjölskyldunnar. Akkúrat sem skólaleið og langþreytt rollan þurfti á að halda. Fór svo í sund með frænkunni í dag. Það munaði litlu að ég hefði sofnað í heitapottinum, slík var slökunin.
Fékk margar góðar gjafir. Mútta og Pabbi splæstu á mig fartölvu.(Vil samt taka fram að foreldrar mínir splandera yfirleitt ekki á mig svona dýrum hlutum.... alltaf gaman þegar treggáfað fólk gengur út frá því vísu að fyrst ég fékk eina dýra gjöf frá stellinu þá hljóti ég að vera útúr dekruð, tilfinningasnauð peningahóra sem fær allt sem hún vill). Fékk heimatilbúinn kertastjaka úr gleri eftir listamanninn systur mína. Húfu, vettlinga og trefil. Fékk sætasta bangsahund í heimi sem er búinn að fá framtíðarheimili í rúminu mínu. Og fékk svo síðan Valiant DVD, sem er dúllulegasta tölvuteiknaða mynd í heimi. Ekki skemmir fyrir að hún er fruntalega skemmtileg líka.
::