Íslenzkt lambakjet

föstudagur, desember 23, 2005

Óttalega finnst mér Pési Blöndal...

... ómerkilegur maður. Ég veit að honum gekk gott til með að upplýsa um að það væri til fólk sem misnotar fjölskyldu- og matarhjálp (við vissum það nú öll að slíkt gerist. Þar sem er velferðarkerfi, þar eru alltaf svartir sauðir að misnota) en að nefna svona dóttur sína sérstaklega í þessum efnum og tala um hana eins og aumingja finnst mér fyrir neðan allar hellur. Hann hefði alveg getað sagst eiga ættingja sem misnotaði fjölskylduhjálpina eða vita persónulega af einstaklingi sem náði að misnota bla bla bla...

Ég er alls ekki að verja gjörðir dóttur hans nota bene. Ég reyndar veit ekki hvort málið sé svo eins og Pétur vill meina að dóttir hans hafi það bara virkilega fínt. Það gæti bara vel verið að stúlkan hafi það skítt og þurfi á matarhjálp að halda og þá er það sjálfssagt að nýta hana. Til þess er hún jú gerð. En ef hún er að nýta sér þarna aðstoð sem hún hefur ekki þörf á finnst mér það manneskjunni til mikillar minnkunnar. Ég held að það sé eitthvað mikið að samviskunni hjá fólki sem nýtir sér neyðarhjálp undir fölskum forsendum. En ég ætla ekki að setja fram getgátur hvort stúlkan hafi þurft á þeirri hjálp að halda. Það er fyrir annað fólk að díla við og hana sjálfa.

"Já, hún dóttir mín er aumingjalegur þjófur". Svona hljómar þetta í mínum eyrum. Sem opinber persóna veit Pétur alveg nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir dóttur hans. Hann vissi það nákvæmlega að henni hefði alveg eins getað verið hent uppá flennistóra DV forsíðu brennimerkt hjá alþjóð sem ómerkilegur þjófur. Myndi Pétur t.d. segja: "Já, hann Sigursteinn Bárðarson nágranni minn hérna á nr 12 fór einmitt niðrí fjölskylduhjálp og stal mat"? Nei, honum dytti það ekki í hug. Hann veit alveg hversu ómerkilegt það er og óviðeigandi það er. Hvernig í fjandanum dettur honum í hug að það sé eitthvað minna óviðeigandi að nafngreina dóttur sína í þessu samhengi?

Hvernig ætli dóttur hans líði? Hvernig getur maðurinn horft í augun á barninu sínu eftir þetta? Pétur hefur gerst sekur um grafalvarlegan dómgreindarskort á mannlega samskiptasviðinu. Hver svo sem tilgangur hans nú var, að varpa ljósi á misnotkun velferðarhjálpar eða að kenna dóttur sinni skoh lexíu. Þá var þetta í hæsta máta ómerkilegheit og mér finnst að hann eigi að sýna í sér þann manndóm að biðja dóttur sína afsökunar á saman hátt og hann dró mannorð hennar í skítin, þ.e. opinberlega.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:25
::
---------------oOo---------------