þriðjudagur, júní 06, 2006
74Þetta var ofsalega óskemmtilegur vinnudagur í dag. Það vill nefnilega þannig til að þegar það er ekkert að gera í vinnunni, þá er í alvörunni ekkert að gera. Ekkert var verkefnið í dag þannig að mér var bara sagt að hanga á netinu og hringja persónuleg símtöl mér til ánægju og dægrastyttingar. Þetta þurfti ég að gera tilneydd frá 8 til 16.
Ekki það að ég sé að kvarta undan þessu. Það er voða þægilegt að fá að slæpast aðeins. Málið var bara að nethangsið fór að verða leiðinlegt eftir 2 tíma, ég hafði engan til að hringja í og þessir 8 tímar liðu eins og 5 dagar. Já svona leiddist mér mikið! Síðan var með þessu búið að skemmileggja kvöldplönin mín (sem innifólust í því að hanga á netinu og slappa af....)
Enn burtséð frá því....
Ég er komin á þá skoðun að mig er farið að langa að deita eftir langt hlé. Þá er bara spurningin hvar maður finnur álitlega gaura. Þóra Lísa reyndi eitthvað að pimpa mig út en ekkert gekk. Mér finnst ég nú ekkert svo slæmur kindkostur verð ég að segja. Bara tiltölulega snyrtileg og fjósalykt í lágmarki. Síðan segi ég brandara einu sinni í viku og er með kynlíf á heilanum. Hvað er hægt að biðja um meira?
::