föstudagur, maí 12, 2006
81Kæri Bangsi
Þú ert alltaf mjúkur og hlýr. Þú bíður mín í rúminu mínu sem er líka rúmið þitt, því þar áttu heima. Rúmið er alltaf hlýtt og dúllulegt því þú ert þar. Ég get lagst undir mjúka sængina og þá ertu þar með útbreiddan arminn, tilbúinn að gefa mér risastærsta knús í heimi, því þér þykir vænstast um mig í heiminum. Það er líka það sem bangsar gera. Þeim þykir vænstast um eigandann sinn.
Þú passar mig á meðan ég sef. Það mega nebbla ekki koma neinir ljótir árar að hrella mig á meðan mig er að dreyma fallega drauma. Þá vakir þú yfir mér og berst gegn öllu því sem gæti trubblað svebbninn minn. Síðan strýkuru ljúft á mér kinnina og faðmar mig svo mér sé alveg örugglega hlýtt og líði vel. Síðan þegar ég vakna þá kúriru meðmér og heldur mér félagsskap. Mér þykir svo robboslega vænt um þig bangsinn minn.
Þín
Kibba
::