Íslenzkt lambakjet

mánudagur, apríl 10, 2006

99

Jamm. Nú er komið að því. Rollan er á leiðinni í sólina á Spáni eftir um hálfan sólarhring eða svo. Öfundið mig bara krúttin mín ;)

Er í þessum töluðu orðum að leita að brúsanum með sólarvörn nr. 60 sem er algjörlega nauðsynleg fyrir litarhaftsheft fólk eins og mig. Kókaínhvít húð mín er nefnilega á gelgjunni og skaðbrennur jafnvel þótt ég banni henni það. Þýðir ekkert að hóta henni öllu illu eins og full body tattúi. Hún böggar mig bara áfram og fuðrar upp í sólinni. Á milli þess sem ég næ mér í annars stigs brunasár og horfi á hálfnakta spænska hönka, stefni ég að því að troða 5 kg af sandi í hinar ýmsu líkamsskorur á ströndinni.

Kem síðan aftur hress og kát eftir rúma viku. Endilega feel free að skilja eitthvað skemmtilegt eftir í kommentakerfinu dúllurnar mínar. Kveð hér með með fögru ljóði um lífsins hamingju og lystisemdir. Allir syngja með (og spila líka... gripin fylgja) ;)

Dm........................... A7 ............................ Dm
Það jafnast ekkert á við það að þruma sér í gott sólbað
........................................... A7 .................................. Dm
og liggja á bekk með bland og bús og bjórinn teyga úr líterskrús.


.....C ................... F....................... C ....................F F
Á Spáni er gott að djamma og djúsa diskótekunum á. Hei!
C ........................F ........................A#.................................. C
Sólbrenndur með Quick Tan brúsa, í sandölum og ermalausum bol.


Dm ........................... A7 ...............................Dm
Grísaveisla, sangría og sjór senjórítur, sjóskíði og bjór.
Dm ..............................A7 ....................................Dm
Nautaat og næturklúbbaferð nektarsýningar af bestu gerð.


...C .....................F....................... C.................... F F
Á Spáni er gott að djamma og djúsa diskótekunum á. Hei!
C........................ F.......................... A# ................................C
Sólbrenndur með Quick Tan brúsa, í sandölum og ermalausum bol



BÆJÓ!!!!!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 14:53
::
---------------oOo---------------