miðvikudagur, apríl 26, 2006
95Það urðu sérstök óheppilegheit á ónefndri útvarpsstöð í morgun. Ég sat í bílnum mínum á leiðinni í skólann og hlustaði á fréttirnar. Þar var verið að segja frá dauðsfalli. Síðan strax eftir fréttina var köttað í auglýsingar enda fréttalestri lokið. Fyrsta auglýsingin byrjaði á klappi og fagnaðarlátum.
::