föstudagur, apríl 28, 2006
92Mér finnst það alltaf svo furðulegt fyrirbæri þegar mæður eru svo gjörsamlega delusional að þær fara í fýlu þegar þær átta sig á því að það finnst ekki öllum barnið þeirra jafn æðislega frábært og henni. Mér finnst það að sjálfssögðu alveg sjálfssagt að móðir sé stolt af sínu barni, sérstaklega ef ástæða er til. En við hin erum ekki skuldbundin til að deila þeirri skoðun með móðurinni. Og hversu langt er það nú gengið að fara í fýlu og abbókast út í aðila sem finnst ekki barnið hennar æðislegast í heimi, frábærast, gáfaðast og geri allt flottast og best? Það mætti flokka slíkt sem barnaskap að mínu mati.
Bara pæling.....
::