mánudagur, janúar 09, 2006
Panikkið er yfirstaðiðHvað sem það nú var sem felldi fólkið þarna í Tyrklandi, þá var það ekki fuglaflensan. Það er búið að fá niðurstöður úr rannsóknum og úr henni kom að þetta var ekki fuglaflensan. Nú ætti fólk að geta andað léttar...
Þetta er fullkomið dæmi um múgsefjun bæði á meðal fólks og fjölmiðla. Búið er að búa til þessa svakalegu noju í kringum fuglaflensuna sem í sjálfu sér er meinlaus miðað við flesta sjúkdóma sem ganga um í dag. Við skulum allaveganna orða það þannig að af öllum farsóttum, bakteríusýkingum og veirusýkingum í heiminum, þá er fuglaflensan ekki eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Vissulega þarf að vera á varðbergi með hana eins og hvað annað smit en að hafa kveikt á nojuperunum sínum er algjörlega ofaukið. Nokkrir létust á óskilgreindan hátt einhvers staðar í heiminum og áður en við náðum að segja orðið "kjúklingur" var búið að stimpla þetta sem fuglaflensu og hrakspár um heimsfaraldur og fjöldadauða bombarderaðar í flestum fjölmiðlum. Af hverju fær HIV ekki sömu nojuumfjöllunina í fjölmiðlum? Þetta er jú smitsjúkdómur sem fellir hvað flesta og smitar hvað flesta.....
::