föstudagur, janúar 06, 2006
Full mannréttindi fyrir alla í dag takk!Mér finnst þetta mál með hjónavígslu samkynhneigðra vera komin út í tóma vitleysu. Að sjálfssögðu eiga trúfélög að geta valið hvort þau gefi saman samkynhneigða eða ekki og sú lagaheimild til þess vals á að sjálfssögðu að vera staðreynd. Það þarf ekki að taka það fram að samkynhneigðir eiga líka að geta gengið í borgaralegt hjónaband eins og allir aðrir sem ekki vilja kirkjulegt brúðkaup og hvort sem hjónavígslan er kirkjuleg eður borgaraleg þá eiga þau að fá full réttindi sem fylgja þeirri vígslu (sbr. erfðarétt og fleira). Á meðan þjóðkirkjan er ennþá samofin ríkinu þá BER þjóðkirkjunni að virða mannréttindi og jafnrétti... og að sjálfssögðu að gefa saman samkynhneigða. Ef þetta fer svona fyrir brjóstið á þjóðkirkjunni þá ætti það bara að flýta fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju sem ætti að vera fyrir löngu búið að gera. En að hafa í frammi fordóma, misrétti og mismunun undir hatti ríkisins er óásættanlegt.
::