sunnudagur, janúar 01, 2006
Blessaða skaupiðNú ætla ég að koma með alveg rosalega geipilega ófyrirséðan póst. Skaupið. Það talar nefnilega enginn um Áramótaskaupið á nýársdag *hóst*
Ég hef orðið vör við það að fólk sé almennt með neikvæðar skoðanir á skaupi gærkveldsins. Að það hafi ekki verið bofs fyndið og engin háðsádeila á pólitíkina o.s.frv. Fyrir mitt leyti fannst mér þetta bara ágætt skaup. Ekkert súperfyndið, ekki ófyndið heldur. Björgvin Franz Gíslason stóð langsamlegast upp úr þetta árið. Baukdalinn hjá honum var æði!!
En með þetta blessaða pólitíska grín. Er ég sú eina sem er blessunarlega fegin því að þurfa ekki að sjá Örn Árnason enn eitt árið í Dabbagerfinu sínu í áramótaskaupinu? Er ég sú eina sem er búin að fá ógeð af sungnum lögum með ófyndnum, pólitískum háðstextum? Spaugstofan er búin að bombardera sama gamla stöffið yfir landann núna í mörg ár fram yfir þeirra síðasta söludag. Mér finnst alveg nóg að hafa Dabba og Dóragrínið bara þar og öll lögin þeirra. Ég vil eitthvað ferskt og nýtt. Spaugstofuhúmorslaust skaup fyrir mig takk!
Þeir grínþættir sem standa upp úr í dag eru Stelpurnar. Það væri gaman að fá að sjá þær tækla Skaupið að ári, jafnvel í samkrulli við Eddu Björgvins, Ladda og fleiri eðalgrínara. Fá jafnvel nærri því ópólitískt skaup (nöldrararnir verða nú að fá brandara eða tvo um Dabba svo þeir geti skotið áramótarakettunni í góðu skapi) eingöngu samansett af skemmtilegum sketchum, eins og Stelpurnar og jafnvel Svínasúpan.
Sem sagt, í heildina var þetta bara alveg ágætt.
::