Íslenzkt lambakjet

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

49

Ég og prakkarastrikið mitt erum orðin samvaxin. Skil ekkert í að ég hafi gert þetta prakkarastrik af mér miklu fyrr. Við sláum á létta strengi saman og týnumst í tónaflóði dauðametals. Þetta er sönn ást skal ég ykkur segja.

----------

Verzlunarmannahelgin.
Eina helgin þar sem garenterað er að verzlunarmenn fá ekki frí. Ég fæ ekki frí. Er samt ekki verzlunarmaður. Ekki einu sinni verzlunarkind. Finnst samt voðalega gaman að verzla. Myndi verzla miklu meira ef ég ætti P-ning. Er þó að vonast til að helgin verði róleg í vinnunni og að ég geti þá gleymt mér í undraveröldum próflesturs.
Þannig að mín skilaboð til ykkar eru: "keyriði nú varlega krúttin mín og ekki gera neitt af ykkur svo að þið endið í vinnunni hjá mér"

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:38
::
---------------oOo---------------