sunnudagur, júlí 23, 2006
54Ég er alveg überaðdáandi South Park. Get endalaust horft á þá og grenja alltaf jafn mikið af hlátri. Ég einhvern veginn rataði á síðu á intervefnum um daginn þar sem hægt er að horfa á alla South Park þættina online og líka South Park kvikmyndina. Alveg ekta skemmtun.
Núna er rútínan orðin þannig að ég verrrrrð bara gjörsamlega að glápa á einn þátt eða svo áður en ég sofna. Það er yndislegt að lognast út af við hljómfagra rödd Erics Cartmans.
Butters Stotch er samt í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hann er svo saklaus og hreinn. Fattar aldrei neitt. Er svo endalaust happý og góður við alla. Myndi knúsa hann ef ég væri í South Park.
Slóðin að þáttunum er hér:
http://www.piczo.com/allaboutsouthpark?g=11323462&cr=3
::