mánudagur, júlí 31, 2006
50Nú er Dorrit orðin official Íslíngur, loksins. Ég er bara mjög sátt við það því Dorrit er alveg rosalega mikil dúlla. Nú getur hún líka boðið sig fram til forseta, sem er líka alveg frábært því mig langar miklu frekar að hafa hana sem forseta en furðukallinn hennar.
Hún hefur verið alveg einstaklega dugleg að prómótera Ísland í útlandinu. Hún kemur alltaf vel fram og fyrir. Ég er jafn stolt af henni eins og ég skammast mín fyrir Óla. Svo er hún orðin alveg fruntalega sleip í ástkæra ylhýra. Maður getur ekki annað verið en stoltur af henni. Til hamingju Dorrit með Íslíngsdóminn!!
::