Íslenzkt lambakjet

laugardagur, júlí 29, 2006

52

Mikið hrikalega er heimurinn fucked up akkúrat núna. Ástandið fyrir botni miðjarðarhafs er bara orðið svo hlægilegt að það nær engri átt. Það var nú hlægilegt fyrir en nú er botninum náð. Ekki það að það sé hægt að hlæja að þessu, það er nefnilega það sorglega. Fólk deyr og þjáist vegna útúrsýrðs barnaskapar háttsettra manna sem eru að flippa út á mikilmennskubrjálæði sínu.

Ég held að það sé ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær, einhver bavíaninn tekur það að sér að endurtaka Hirosima.

Hvar eru Bandaríkin? Þau gera náttúrulega illt verra með því að styðja áfram blóðþyrsta klikkhausana í Ísrael og Sameinuðu Þjóðirnar eru lamaðar því Bandaríkin hafa neitunarvald þar (ekki í fyrsta skiptið). Eins mikið og ég reyni að setja ekki samansem merki á milli Ísraela og gyðingdóms almennt, þá hef ég staðið sjálfa mig að gyðingafordómum. Ég held að ég sé ekki eina manneskjan þegar kemur að því. Sorglegt en satt.

Ég held að það sé alveg kominn tími á að banna trúarbrögð almennt. Ég held að það sé kominn tími á að fólk vakni upp af þessum þykistuleik og fari að haga sér og hugsa á lógískan hátt. Mig langar að prumpa á þetta lið.

----------------------------

En að öðrum og skemmtilegri hlutum. Magni er alveg að rokka í Rockstar Supernova. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tímann fílað manninn. Mér finnst Á móti sól og annað það sem Magni hefur verið að gera í gegnum tíðina alveg afspyrnu leiðinlegt efni sem ég nenni ekki fyrir mitt litla líf að hlusta á. Hinar huldu hliðar söngvarans koma greinilega í ljós í þættinum og ég verð bara að segja að ég fíla þær. Það er eins og maður sé ekki að horfa á sama manninn og hér heima....

Ég fíla líka að hann er hæfilega kjaftfor. Hann er ekki að drepast úr hroka eins og Lukas en segir samt sína meiningu og kemur með killer comeback. Ég kíkti á official Rockstar spjallborðið í síðustu viku og þar kemur nokk vel í ljós að Magni er á topp 4 hjá allflestum. Margir ganga líka svo langt að segja að Magni og Dilana muni ganga alla leið. Það yrði ekki slæmt.

Ég sjálf er alveg rosalega skotin í Dönu. Hún er ung, fersk, ómótuð og er eitthvað svo voðalega heiðarleg og sönn í því sem hún er að gera. Síðan er hún með langflottustu röddina. Efast þó stórlega um að hún endi sem nýja söngkona Supernova. En það væri gaman að sjá hana fara sem lengst og ná sem mestu sviðsljósi til að styrkja sinn eigin frama.

Ryan finnst mér leiðinlegur fýlupúki. Lukas hefur útlitið og attitjúdið með sér. Hann hefur bara því miður ekkert voðalega spes rödd. Dilana er æði, út í gegn. Hún á eftir að fá jobbið og ef ekki, þá verður hún heimsfræg. Jill er alveg ekki að fatta dæmið. Ég er sammála Gilby Clarke með kommentið til hennar í síðasta þætti. Ljóshærða sílíkon, nánast allsber lúkkið er flott og frábært ef þú er Britney Spears. Gætum við haldið því utan rokksins takk!

Josh á heima í country tónlistinni. Patrice er..... æi hún einhvern veginn hverfur í fjöldann. Storm vinnur rosalega á. Hún byrjaði ekki vel að mínu mati en hún er voðalega skemmtileg á sviði. Toby er dáldið óskrifað blað hjá mér. Zayra er brandari en það er gaman að fylgjast með henni. Hún kann að svara fyrir sig.

---------------

Er í fríi þessa helgina. Loksins loksins. Hef ekki átt fríhelgi í lengri tíma. Gat meira að segja sofið út í morgun sem er eitthvað sem ég hef ekki gert síðan í maí. Ógisslega var það gott. Hafiði tekið eftir því að á íslensku sofum við út en á ensku sofum við inn (sleep in)? hahahah ógisslega merkilegt skoh!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 17:26
::
---------------oOo---------------