föstudagur, febrúar 10, 2006
Sjæse.. ég var að fatta að ég hef ekki látið heyra í mér í heila viku. Nei ég er ekkert búin að yfirgefa bloggheima. Langt því frá. Eins og ég sagði svo skemmtilega frá því í síðustu viku þá var 18 janúar í fyrradag þannig að þessi vika er búin að líða eins og hálftími. Mig vantar svona tímavél til þess að ná mér í meiri tíma. Ekki lítur það svo vel út fyrir næstu viku því ég er heppin ef ég finn mér tíma til að sofa. Æi hver þarf annars að sofa? Svefn er ofmetinn.
Annars gengur lífið bara nokkuð vel þrátt fyrir tímaskort. Míns kann núna að "spila" fjögur lög á nýja gítarinn, sem mér þykir nú bara nokkuð gott miðað við að það eru aðeins tvær vikur síðan ég fékk hann. Þó ber að hafa í huga að þótt ég þykist geta "spilað" lögin, þá efast ég um að nokkur maður þekkir viðkomandi lagasmíðar.... haha...
Silvía Nótt fékk að halda áfram sem er gott
Sumt fólk heldur að þeir læknar sem tæma burðardýr, actually láti fólkið svo fá dópið sem það var með í görnunum.... sem er bara fyndið (þ.e. að það skuli vera einhverjir sem halda það.. ekki það að fólk sé að asnast til að vera burðardýr. Ekkert fyndið við það)
Styttist í brúðkaup. Vantar hugmyndir að gjöf. :P
Ædolið í kvöld. Held ekki með neinum. Nema kannski þessum Eiríki, því hann er svo mikil dúlla. Langar að klípa í kinnarnar á honum og segja "gússsí gúúúúú". Veit ekki alveg hvernig hann myndi taka í það bletsaður.
ÓVER END ÁT!
::