Íslenzkt lambakjet

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Furðuleg ákvörðun

Ég verð eiginlega aðeins að tjá mig um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra Fréttablaðsins. Mér finnst þetta í meira lagi furðuleg ákvörðun. Af hverju hann af öllum mönnum? Sérstaklega ef haft er í huga að Fréttablaðið (ásamt kverúlöntum út í bæ) hafa verið að gagnrýna blöð eins og Moggann fyrir að vera ekkert annað en flokkspési bláu handarinnar. Ég veit ekki alveg hvað mér persónulega á að finnast í sambandi við þetta. Ég skil ekki alveg hugsunina á bak við að hafa ritstjóra sem er svona áberandi aðili í pólitíkinni. Mun Fréttablaðið nokkurn tímann geta starfað án ásakana um pólitíska hlutdrægni?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:17
::
---------------oOo---------------