föstudagur, janúar 27, 2006
MoiEr að fara til Spánar um páskana. Í heila viku. Keypti miðana í gær. Þetta er sko ekki bara sólarlandaferð par excellance heldur er moi að fara í ógó spennandi brúðkaup. Jámm. Guðrún Þóra er að fara að gifta sig ógó sætum spanjóla. Ég hef reyndar ekki fengið heiðurinn af því að hitta hann ennþá en ég er búin að sjá föööööllt af myndum af honum og hann er bara yngri og sætari útgáfa af Antonio Banderas. Mest hlakka ég þó til að geta hitt Guðrúnu í meira en nokkrar mínútur :P Þar sem Íslendingar eru sólarlandasjúkir í öllum fríum, þá er náttúrulega löngu uppselt í öll flug. Náði með einhverjum krókaleiðum að ná í flug til Köben og síðan til Spanjó. Þarf reyndar að vera yfir nótt í Köben í bæði útferð og heimferð. Sem er bara fínt. Get hitt alla ættingjana í Danmerkunni á meðan. ...... og frí gisting og aaaaaallt.
Ég ætla í tilefni þessa að taka með mér heim til Klakans fullt af sætum spanjólum. Ef þig langar í sætan spanjóla skal ég ná í hann og flytja hann inn gegn vægu gjaldi. Er byrjuð að taka niður pantanir.
::